


Um mig
Ég er útskrifaður stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum í Reykjavík. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samskiptum og samskiptafærni og hef valið mér starfsvettvang þar sem góð samskipti eru lykilatriði!
Starfsvettvangur minn hefur verið í menntageiranum. Ég hef starfað við kennslu, ráðgjöf og skólastjórnun í 27 ár. Er með meistaragráðu í stjórnun menntastofnanna, diplómu í sérkennslufræðum og er nú við nám í jákvæðri sálfræði.
Með þessa reynslu í farteskinu tek ég að mér að markþjálfa stjórnendur, stjórnendateymi og millistjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum. Auk stuðnings og handleiðslu fyrir nýja stjórnendur.
Það sem nærir mig er samvera með fjölskyldu og vinum, hreyfing í náttúrunni, sund, göngur, lestur og líkamsrækt.
Ég hlakka mikið til að vinna með þér að þínum markmiðum svo þú fáir aukna meðvitund um verkefnin í þínu lífi.
Ólína
Það er ekki eftir neinu að bíða!

Það sem gefst best í lífinu er að gefast aldrei upp!.